Augnablik, er skrásetning umbreytinga í listaverkum sem gerð eru á tímum veirunnar. Leirkerasmiður, Antonía Berg og málari, Íris María Leifsdóttir vinna saman að bókverki og tvinna saman leir og málningu.
Við viljum ná augnablikum verkanna sem við vitum að breytast óðfluga í streymi náttúrunnar. Með ljósmyndun viljum við að fanga brot af uppáhalds augnablikum í gerð listaverka. Með því náum við að rýna betur í nærmynd, taka efnin úr samhengi, velta þeim fyrir okkur og mynda nýjar tengingar. Ferlið er stöðugt og því engin niðurstaða.
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því gefnu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Sýna þarf fram á kvittun fyrir vörukaupunum.