Fréttir

Menningardagskrá Berunes

Sumarið 2023

Umsjón: Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir

VERKEFNIÐ Í HNOTSKURN

Menningardagskrá Berunes býður upp á fjölbreytta dagskrá yfir sumarið. Þverfaglegur hópur listamanna taka þátt í dagskránni og halda vinnustofur, námskeið og listasýningar með áherslu á nærumhverfið og sjálfbærni. Við bjóðum fólki að koma austur á firði í menningarupplifun.

 

NÁNARI LÝSING Á VERKEFNINU

Berunes býður skapandi fólki austur til að byggja upp heimsóknir austur á firði. Listafólk mun byggja keramik ofn og halda utan um menningardagskrá til að bjóða almenningi og heimamönnum upp á upplifanir svo sem námskeið, sýningar og listamannaaðsetur. Verkefnið hefur verið í mótun í nokkur ár í samtali við eigendur Berunes Ólaf og Önnu og sumarið 2021 bauð Antonía hópi listafólks að koma og hjálpa við uppsetningu vinnustofunar Skítakjallarann á Berunesi. 

 

VERK- OG TÍMAÁÆTLUN MEÐ HELSTU VERKÞÁTTUM OG FRAMKVÆMD ÞEIRRA

19.06.23 - 03.09.23

Júní 

19 - 27 | Antonía og Íris María koma á Berunes og undirbúa vinnustofu Augnablika

Jarðefna greining og sköpun. Verkin sköpuð: Krabbadans, Sumarsólstöður, Hörfandi jöklar og Hringavitleysa. Húbert, Mari og Dominika komu í vinnustofuheimsókn.

27 - 29 | Undirbúningur fyrir sýningu LungA 


Júlí

29 - 11 | Antonía undirbýr krossviðshringa, safnar jarðefnum og vinnur útiverk fyrir bæinn.

29 | Dorka og Breki koma á Berunes og smíðuðu pall á tjaldsvæðið, gerðu upp húsgögn, löguðu hús Önnu og Óla og máluðu ofl. Niðurstaðan eftir samtal við heimamenn þá var ákveðið að fresta Saunu smíðum þangað til næsta sumar. Jarðefna rannsókn í keramiki heldur áfram.

10 - 16 | LungA 09.07.23 - 17.07.23 Vikram Pradhan mætir og við deilum hugmyndum um stuttmyndina

11 | Barna keramik námskeið Antoníu á Seyðisfirði fyrir LungA

12 | Kynning jarðefna að austan | Gjörningur Augnablika á LungA kl 20:00

14 | Íris María heldur upp á 30 afmæli á Dream wife tónleikum.

17 - 20  | Antonía, Íris María, Anton, Breki og Dorka koma á Berunes og bjóða listafólki sem er á leiðinni suður eftir LungA að koma í heimsókn á menningardagskrá. Vinnustofuheimsókn Augnablika haldin, brenna og kynning á innviðum Berunes. Gönguferð um landið og skoðað jarðefnin. Gestir: Nína Hjálmarsdóttir, Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Pola Maria, Álfrún Laufeyjardóttir, Línette. Íris Ann Sigurðardóttir og Lukas frá Coocoo’s Nest komu í bæinn og elda í gestastofunni yfir 10 daga. Sindri Dýrason, Steinn Logi Björnsson og Alex Gonzales koma í 4 daga til að vinna við útiverk og skapa. Gauti Nils Bernharðsson kemur í heimsókn.

19 - 24 | Undirbúningur fyrir sýningu í ágúst, birtum menningardagskrá Berunes á heimasíðu augnablika, sett inn gögn, myndir af verkum, texta um hugmyndafræði og fyrri verk. Auglýsum stuttmyndina og sýningu á menningardagskrá Berunes í ágúst. 

20 | Heimsókn á Geisla í Gautavík, sjö manns frá Menningardagskránni fara á kynningu á starfsemi Pálma, uppbyggingnuna og skoða hvort það séu einhver afgangs efni og leir. Keramik ofn verður mögulega byggður í Gautavík.


22 | Dagsferð í Slaufrudal til að safna kaólíni og granít fyrir námskeiðið í RVK og Menningardagskránna á Berunesi. 

24 - 31 | Antonía fer suður til að halda keramik námskeið með Natalie og Ylona

  

Ágúst

31 / 1 | Antonía, Íris María, Anton, Natalia, Ylona, Elísabet, Vikram hittast í Öræfum og fara í dagsferð upp á jökul til að safna jökulurð og taka upp myndefni. 

3 - 6 | Undirbúningur fyrir staðsetningu á keramik ofni. Keramik ofninn byggður og boðið upp á námskeið þar sem nemendur taka þátt í ferlinu. Vikram kemur og tekur upp ferlið og kynningarefni. 

7 - 13 | Uppsetning og vinna í sýningaropnun og stuttmynd. Undirbúningur á sýningu á Berunesi. 

12 | Sýningar opnun | Frumsýning á stuttmynd Marmara áhrif jökulleirs frá Íslandi og Grænlandi  fyrir Menningardagskrá Berunes. Sýning opin út mánuðinn. 

14 - 20 | Sköpum verk og söfnum jarðefnum.

21 - 27 | Farið yfir myndir og tekin tiltekt í vinnustofunni, fundið hvernig við sendum verk í bæinn og unnið úr upplýsingum etc. 

28 - 3 | Flutningar suður.


---



Leiðarvísir Augnablika

Opnun myndlistasýningar á Sumac


Sýningaropnunin ,,Leiðarvísir Augnablika’’ Þriðjudaginn 20. desember 2023
Opnunin stendur frá 15:30 - 17:30 á veitingarstaðnum Sumac staðsett á Laugavegi 28, 101 RVK.

Verkin eru ljósmyndir af ferli málverks á álplötu.

Ferlið sýnir áhrif tímans og ferðalag efna. Myndlistasýning fjallar um umbreytingu efna og ferðalagi þess frá Vesturlandi til Austfjarðar. Jarðefni voru sótt á Búðum, heimaslóðum yfirkokksins og eiganda ÓX og Sumac og myndlistin sköpuð með jarðefnunum og Sumac kryddi á heimabæ Antoníu á Berunesi haustið 2020

Þær grípa augnablikin með ljósmyndun af ferlinu og útbúa leiðarvísi af þróun efna

Serían er sérstaklega gerð fyrir ÓX og Sumac og er seld.

Efnisyfirlit: Mýrarrauða, sandur og leir frá Snæfellsnesi, gler, vatn , timbur, akríll, járn frá Ölkeldu og flóra frá Snæfellsnesi og sumac krydd

Listakonur: Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir

Sýningastjóri: Jóhanna Rakel

Sérstakar þakkir hljóta Katrín, Þráinn Freyr, Hildur, Gretchen, Þórdís, Anton Sturla, Jóhanna Rakel, Anna og Óli

Takk Búðir og Berunes

Hvítt, rautt og freyðandi og léttar veitingar verða í boði Sumac

Hlökkum til að leiða ykkur í ferðalag

 

Samfélagsmiðlar

Vefsíða  www.augnablikin.is
Instagram www.instagram.com/augnablikin

Email augnablikin@gmail.com

Antonía Bergþórsdóttir

www.instagram.com/antoniberg

Íris María Leifsdóttir
www.instagram.com/irisleifs


10.desember 2022. Jólasýning Listval í Hörpu stendur til 28. desember, við eru með nokkur verk úr seríunni Augnablikin í Grænlandi til sýnis. Einnig er Antonía með Búlandstindinn til sölu.

Ferilskrá Augnablika

2022- ÓX | Sumac myndlistarsýning - velkomin á opnun 20. desember! 

2022- Jólasýning, Listval í Hörpu 

2022 Augnablikin í Gallery Svigrúm

2022 Augnablikin í Grænlandi sýning á Nebraska

2022 Rusl Fest samsýning 

2022 Hugarró í Faðmi skuggans, málverk og prent sýnd á Coocoo's Nest

2021 Journey of moments málverk, segulmagnaður sandur og gips plattar á Nuuk Nordisk 

2021 Námskeið Augnablika í Sisimuit í Grænlandi og sýning í Taseralik menningarsetri

2021 Í Faðmi Skuggans myndlistarsýning með Antoníu Berg í Tjarnarbíó 

2020 Augnablik prent í Sundlauginni á Seltjarnarnesi í Reykjavík 

2020 Augnablik málverk og prent  í FLÆÐI

2020 Augnablik prent Klúbbur, Listahátíð at Iðnó 

2020 Print SÓTTQUEEN in Ásmundarsalur

 

26. 09. 2020 - 05. 11. 2020

Antonía is in Nuuk, Greenland searching for local materials, teaching courses, exhibiting and creating ceramic objects. She is researching the possibilities of sustainability in Ceramics. She collects clay, quartz sand, rocks and up-cycles materials from small companies in Nuuk to make stronger clay. She took photographs while searching for materials and created posters that are for sale on our webpage. Only 5 prints of each.

16.08.20 

Art installation, exhibition and artist talk in Nuuk Local Museum in the heart of the old part in Nuuk. Talking about, sustainability, local materials, the possibilities, respecting nature, learning from others and opening your eyes to materials all around you.

Exciting news

We have a new workspace and Íris María is testing it out while Antonía is in Greenland. When Antonía returns that means more art work!

Upcoming

Exhibition in November. More details later.

9-13.8.2020

Augnablik í Berunesi 

Ferðalag listkvenna

Sköpum og sækjum jarðefni, leir, sand og jafnvel kristala

4.8.2020

Augnablik í sundlauginni á Seltjarnarnesi 

Augnablikin í vatni.

List á leið í sund. Prentverk í andyri sundlaugar að útiklefanum. Hvetjum gesti til að fara í útiklefann. Follow the art. 

13.8.2020

Stórsýning Augnablika í FLÆÐI Vesturgötu 17, Opnun 13.8.2020 á milli 16 - 20

Ástin

10. 09 2020

Viðtal um Augnablik birt í fréttablaðinu 

https://www.frettabladid.is/lifid/neyddust-til-ad-hugsa-ut-fyrir-rammann-vegna-heimsfaraldurs/?fbclid=IwAR0ByWlH3hxkOvDR1VQF5pFgRlxzRBdBdiKhzzfvVgwIlCRTKRQpRPK7VcE 

9.8.2020

Von á bakvið óvissu er sýnd í IÐNÓ á vegum; FLÆÐI og Klúbbur Listahátíðin í Reykjavík

Vonin

8.8.2020

Við kynnum með stolti sölusíðuna okkar Augnablik 🌺

Forsalan er hafin, ítarlegri upplýsingar eru á vefsíðunni en ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að skrifa okkur á augnablikin@gmail.com

Listasýningin, Augnablik, opnar á fimmtudaginn 13.8.2020 í FLÆÐI á Vesturgötu 17 frá klukkan 12 til 18. Þar getiði sótt prentverkin sem keypt eru á forsölu. Hlökkum til að sjá ykkur 🌹
Takk fyrir stuðninginn
Takk fyrir vefsíðuna og kjarkinn Sif Baldursdóttir!❤️
Augnablik
Íris María Leifsdóttir og Antonía Bergþórsdóttir

 

7.2020

Sóttqueen, Tvö Augnablik sýnd í Ásmundasal á vegum Postprent

 Dropar