Um okkur
Antonía Bergþórsdóttir (f. 1995) er leirkerasmiður, myndlistakona, stofnandi og rekstrarstjóri FLÆÐI listfélag. Hún sótti í nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík við Leirkerasmíði og útskrifaðist sumarið 2020. Í starfsnámi í Frakklandi 2019 lærði hún Gifsmótagerð og hönnun. Síðastliðin þrjú ár hefur hún unnið í Grænlandi og rannsakað jökulleir og önnur jarðefni þar sem hún ýtir undir sjálfbærni í iðju og leitar í nærumhverfið og úrgang úr framleiðslum til að beturumbæta muni. Antonía rekur rætur sínar austur á Berunes í Berufirði og fann hún leir á heimahögum sínum og yrkir landið á ný. Síðast liðnu þrjú ár hefur hún verið að sýningarstýra, unnið að opinberum viðburðum, hátíðum og námskeiðum.
Íris María Leifsdóttir (1993) stundar nám við LHÍ þar sem hún er á öðru ári í MA námi í myndlist. Árið 2020 lauk hún tveggja ára málunarbraut við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Í fyrra útskrifaðist hún með BA gráðu í félagsfræði. Hún hefur verið einn af rekendum FLÆÐIs listfélag síðan 2019. Veðrun leikur lykilhlutverk í listsköpun Írisar Maríu þar sem hún fangar rigninu og snjóstorma með því að leyfa veðrinu að móta málverk hennar og málm skúptúra. Hún málar með olíulitum og aðfundin jarðefni og skoðar ferlið að niðurbroti, hún fer í vettvangsathuganir til að skrásetja breytingar innan verka.